• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Það er sitthvað kona og maður


Undanfarið hefur talsvert verið rætt um það ágæta orð „maður“ sem sumir vilja hafa um bæði (öll) kyn og aðrir einungis um karlmenn.


Ljóð dagsins er eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum og birtist í seinni ljóðabók skáldkonunnar, Nokkrum smákvæðum árið 1913.


Í ljóðinu fjallar Ólöf um ólíka sýn kynjanna, hvernig það hallar á konuna og að það sé sannarlega sitthvað að vera kona eða maður:Valdi það eitt --.


Þú vilt heiður þjer fá og frama,

fólkið leiða að marki sama.

Jeg vil seiða burt eymd og ama,

öfund deyða og hatrið lama.


Þú vilt móti því sterka stríða,

storminn þjótandi láta hlýða.

Ég vil njóta hins yndisblíða

og eiga bót handa þeim sem líða.


Lítt jeg aðhefst, þú »annálaður«,

okkur hvað eina skilur svona.

Valdi það eitt, að þú ert maður,

þá er skaði að fæðast kona.


Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband