- Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Þýðingar tilnefndar
Í fyrrakvöld, þann 16. desember, var greint frá því í Kiljunni hvaða þýðingar eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna.
Í dómnefnd sitja Elísabet Gunnarsdóttir, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Guðrún H. Tulinius og Þórður Helgason.
Sjö þýðingar voru tilnefndar en alls bárust dómnefndinni 86 bækur. Eftirfarandi þýðendur hlutu tilnefningu:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fyrir 43 smámuni eftir Katrin Ottarsdottir
Guðrún Hannesdóttir fyrir Dyrnar eftir Magdsa Szabó
Heimir Pálsson fyrir Leiðina í klukknaríki eftir Harry Martinson
Magnús Sigurðsson fyrir Berhöfða líf eftir Emily Dickinson
Sigrún Eldjárn fyrir Öll með tölu eftir Kristin Roskifte
Þórarinn Eldjárn fyrir Hamlet eftir William Shakespeare
Þórdís Gísladóttir fyrir Álabókina eftir Patrik Svensson
Á Facebook-síðu ÞOT - bandalags þýðenda og túlka má sjá myndir af tilnefndum þýðendum þegar þeim voru afhent viðurkenningarskjöl og blóm.