• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Útgáfuhóf: Mamma þarf að sofaDíana Sjöfn Jóhannsdóttir býður til útgáfuhófs á ljóðabók sinni Mamma þarf að sofa í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8. Hófið hefst í dag kl. 17:30 og eru öll hjartanlega velkomin.


Ljóðabókinni er svo lýst að hún sé þrískipt, nostalgísk úrvinnsla á sorg og söknuði, ást, minningum og móðurhlutverkinu. Ljóðverkið sé áhrifamikið og nístandi en stíllinn einkennist af hversdagslegum töfrum.


Mamma þarf að sofa er þriðja skáldverk Díönu Sjafnar, en áður hefur hún gefið út ljóðabókina FREYJU og skáldsöguna Ólyfjan.


Myndin er fengin af viðburðasíðunni á Facebook.