• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Útgáfuhóf - Kona fer í gönguferðÍ tilefni af útgáfu ljóðabókarinnar Kona fer í gönguferð eftir Hönnu Óladóttur verður blásið til útgáfuhófs í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39 á morgun, fimmtudaginn 18. mars kl. 16:30.


Í kynningu segir um bókina:

Kona sem komin er í öngstræti í lífi sínu fær tilboð sem hún getur ekki hafnað: Gönguferð eftir hinum heilaga Jakobsvegi á Spáni, leið sem fólk hefur gengið öldum saman í leit að innri ró og svörum við knýjandi spurningum. Ferðin verður henni lærdómsrík og beinir huganum á óvæntar brautir.


Laufléttar veitingar í boði.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband