• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ólöf Vala bætist við Skáldatalið


Ólöf Vala Ingvarsdóttir hefur nú bæst við Skáldatalið en hún hefur sent frá sér fjögur verk ásamt því að ala upp sex börn.


Ólöf Vala segir að allt heimilishald á æskuheimili hennar hafi verið frjálslegt og óvenjulegt. Þá hafi mörg atvik í uppvextinum veitt henni innblástur í samningu þeirra fjögurra barna- og unglingabóka sem hún hefur gefið út í samstarfi við bókaútgáfuna Sæmund.