• Soffía Auður Birgisdóttir

Íslensku hjóðbókaverðlaunin 2021

Í gær var tilnefnt til Íslensku hjóðbókaverðlaunanna 2021 og hlutu 20 bækur tilnefningar í fjórum flokkum: Í flokki barna- og unglingabóka, glæpasagna, skáldsagna og flokki óskáldaðs efnis. (Þarna vantar greinilega flokk ljóðabóka.) Tilnefningarnar eru valdar út frá hlustun og stjörnugjöf á hljóðbókaveitunni Storytel og einnig fær almenningur tækifæri til að greiða atkvæði um 25 efstu bækur í hverjum flokki. Dómnefnd velur síðan úr hópi fimm efstu bóka.


Íslenskar konur uppskáru vel og að þessu sinni hlutu þær Bergrún Íris Sævarsdóttir, Hildur Loftsdóttir, Guðrún Sigríður Sæmundsen, Unnur Lilja Aradóttir, Eva Björg Ægisdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Eyrún Ýr Tryggvadóttir, Sæunn Kjartansdóttir og Steinunn Ásmundsdóttir tilnefningar.
Í flokki barna- og unglingabóka voru tilnefndar:

Orri óstöðvandi – Hefnd glæpon­anna eftir Bjarna Fritz­son í lestri Vign­is Rafns Valþórs­sonar.
Traust­ur og Trygg­ur - Allt á hreinu í Rakka­vík eftir Gunn­ar Helga­son og Fel­ix Bergs­son í lestri höfunda.
Lang­elst­ur að ei­lífu eftir Bergrúnu Írisi Sæv­ars­dótt­ur í lestri Sig­ríðar Lárettu Jóns­dótt­ur.
Eyðieyj­an eftir Hild­i Lofts­dótt­ur í lestri Álfrúnar Helgu Örn­ólfs­dóttur.
Langafi minn Súper­mann eftir Ólíver Þor­steins­son í lestri Sig­ríðar Lárettu Jóns­dótt­ur.

Í flokki skáldsagna voru tilnefndar:

Húðflúr­ar­inn í Auschwitz eftir Heather Morr­is (Þýð. Ólöf Pét­urs­dótt­ir) í lestri Hjálm­ars Hjálm­ars­sonar. 
Hann kall­ar á mig eftir Guðrúnu Sig­ríði Sæ­mundsen í lestri Selmu Björns­dótt­ur. 
Kokkáll eftir Hall­dór Hall­dórs­son í lestri höfundar. 
Ein­fald­lega Emma eftir Unn­i Lilju Ara­dótt­ur í lestri Þór­dísar Bjarkar Þorfinns­dótt­ur.
Sex­tíu kíló af sól­skini eftir Hall­grím­ Helga­son í lestri höfundar.

Í flokki glæpasagna voru tilnefndar:

Hvít­i­dauði eftir Ragn­ar Jónas­son í lestri Írisar Tönju Flygenring og Har­ald­ar Ara Stef­áns­sonar.
Stelp­ur sem ljúga eftir Evu Björg Ægis­dótt­ur í lestri Þór­dísar Bjarkar Þorfinns­dótt­ur.
Fjötr­ar eftir Sól­veigu Páls­dótt­ur í lestri höfundar.
Fimmta barnið eftir Eyrúnu Ýr Tryggva­dótt­ur í lestri Maríu Lovísu Guðjóns­dótt­ur.
Ill­virki eftir Emelie Schepp (þýð. Kristján H. Kristjánsson) í lestri Kristjáns Frank­líns Magnús.

Í flokki óskáldaðs efnis voru tilnefndar:


Björg­vin Páll Gúst­avs­son án filters eftir Sölva Tryggva­son og Björg­vin Pál Gúst­avs­son í lestri Rún­ars Freys Gísla­sonar.
Óstýri­láta mamma mín og ég eftir Sæ­unni Kjart­ans­dótt­ur í lestri höfundar. 
Ljósið í Djúp­inu eftir Reyn­i Trausta­son í lestri Berg­lindar Bjarkar Jón­as­dótt­ur.
Útkall - Tif­andi tímasprengja eftir Óttar Sveins­son í lestri höfundar. 
Mann­eskju­saga eftir Stein­unni Ásmunds­dótt­ur í lestri Mar­grétar Örn­ólfs­dótt­ur.

Verðlauna­af­hend­ing­in fer fram í Hörpu þann 25. mars næst­kom­andi.