• Guðrún Steinþórsdóttir

Í sama klefa


Jakobína Sigurðardóttir er ein af merkilegustu skáldkonum 20. aldar. Hún sendi frá sér fjórar skáldsögur, þrjú smásagnasöfn, ævintýri, kvæðabók og endurminningabók. Jakobína hóf rithöfundarferilinn sem ljóðskáld en kvæði hennar, sem mörg hver voru ádeilukvæði gegn hersetu og erlendum her, birtust í tímaritum á 6. áratugnum og komu út í ljóðabókinni Kvæði árið 1960. Síðasta bók Jakobínu var endurminningabókin Í barndómi (1994) en henni lauk hún á dánarbeðinu.


Mikið hefur verið skrifað um skáldskap Jakobínu, meðal annars skrifaði Dagný Kristjánsdóttir greinina „Þögnin í orðunum“ þar sem hún beinir sjónum að skáldsögum Jakobínu einkum að bókinni Í sama klefa sem kom út árið 1981.


Grein Dagnýjar er afar áhugaverð en hana má nálgast hér.