• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ástin og ágengninÁ morgun, 11. nóvember, flytur Guðrún Ingólfsdóttir fyrirlestur sem ber yfirskriftina „Ástin og ágengnin. Kristrún Jónsdóttir á Hólmum (1806–1881).” Guðrún er þriðji fyrirlesari fyrirlestraraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum á haustmisseri 2021 og flytur hún erindi sitt í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12.00–13.00

Skáldkonan Kristrún Jónsdóttir, oft kennd við Hólma í Reyðarfirði, er helst kunn fyrir að vera kærastan sem Baldvin Einarsson sveik. Það hefur hins vegar ekki farið jafn hátt að Kristrún skildi eftir sig dálaglegt safn kvæða í eiginhandarriti.


Í erindi Guðrúnar fær Kristrún rödd og þar segir hún sögu sína sem er með nokkuð öðrum hætti en fólk hefur jafnan talið en hún var t.d. órög við að segja karlmönnum til syndanna. Erindið byggir á umfjöllun um skáldkonuna í nýútkominni bók Guðrúnar: Skáldkona gengur laus. Erindi nítjándu aldar skáldkvenna við heiminn.


Að fyrirlestri loknum verður upptaka gerð aðgengileg á heimasíðu RIKK og Youtube-rás Hugvísindasviðs.


Frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina má finna á heimasíðu RIKK og Facebook-síðu stofnunarinnar.