• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Ástarsögur kvenna

Ástin er undarlegt fyrirbæri og þversagnakennt. Hún seiðir fólk til sín og sviptir það ráði og rænu; hún er hvunndagur og kraftaverk, full af fyrirheitum og sárum vonbrigðum í senn; djúpri hamingju og nístandi angist. Allt snýst um hana í veruleika og skáldskap; og kannski eru allar bókmenntir ástarsögur öðrum þræði ef grannt er skoðað.


Í Ástarsögum íslenskra kvenna sem út kom 2016 söfnuðu Lilja Þrastardóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir saman allnokkrum reynslusögum af ástinni. Steinunn Inga fjallar um bókina í grein sem nefnist Leitin eilífa að ástinni.