SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ágústína Eyjúlfsdóttir

Ágústína Jóhanna Eyjúlfsdóttir er fædd 2. desember 1816 í Elliðaey á Breiðafirði, og var móðurafi hennar Jón Þorláksson skáld á Bægisá. Hún ólst upp við mikið ástríki hjá fósturforeldrum frá þriggja ára aldri, en þau féllu frá áður en hún náði fermingaraldri. Fór hún þá aftur til foreldra sinna og frá þeim í Vigur. Hún giftist Einari Hallgrímssyni og bjuggu þau á Stað í Aðalvík í 26 ár. Þau eignuðust fjögur börn. Síðari hluta ævi sinnar voru þau í húsmennsku í Stakkadal í Aðalvík, og þar lést Ágústína 21. október 1873.

Ágústína fór snemma að yrkja en ekkert birtist eftir hana á prenti meðan hún lifði. Safn ljóða hennar kom út á Seyðisfirði árið 1883 undir nafninu Ljóðmæli. Er það þriðja ljóðabókin sem kemur út eftir íslenska konu.

Textinn er tekinn orðréttur frá Helgu Kress:

Helga Kress. 2001. „Ágústína Eyjúlfsdóttir 1816-1873“, bls. 118. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur.  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.


Ritaskrá

  • 1883 Ljóðmæli