Vilborg Bjarkadóttir

Vilborg Bjarkadóttir er fædd árið 1984. Hún lauk BA prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2007 og Meistaraprófi í þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 2018. Lokaverkefni hennar í þjóðfræði varð að sýningu sem sett var upp á Heilsuhælinu í Hveragerði og vakti mikla athygli. Verkefnið bar yfirskriftina Þjáning/tjáning og fólst í að taka viðtöl við fólk sem hafði lent í alvarlegu slysi. Vilborg stillti saman sögum fólksins og hlutum frá þeim sem minntu þau á slysið. Sýningin þótt einkar áhrifarík og minnisstæð.

 

Vilborg hefur gefið út tvær bækur sem hún myndskreytti sjálf. Hún býr í Reykjavík ásamt sambýlismanni og syni.

 

Vilborg Bjarkadóttir

    • 2016  Líkhamur (ljóð/örsögur)
    • 2015  Með brjóstin úti (ljóð)

     

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband