Vala Hafstað

Vala (Valgerður) Hafstað fæddist í Reykjavík 1963 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1982, fór síðan til Frakklands í nám og eftir það til Bandaríkjanna. Hún lauk BA prófi í ensku frá University of Wisconsin-Madison 1986, MA prófi í ensku frá University of Washington 1988 og MBA prófi frá sama skóla 1991.

 

Eftir nærri 30 ára dvöl í Bandaríkjunum fluttist Vala aftur heim, árið 2013. Árið eftir gaf hún út ljóðabókina News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News. Tvítyngda ljóðabókin hennar, Eldgos í aðsigi/Imminent Eruption, kom síðan út hjá Sæmundi 2018. Þar að auki hefur fjöldi ljóða hennar birst á netinu, flest á ensku. Einnig hafa ljóð hennar og smásaga birst í bókmenntatímaritinu Stínu. Vala hefur unnið við blaðamennsku, pistlaskrif og þýðingar. Hún býr í Reykjavík og er fjögurra barna móðir.

 

Myndina tók Páll Kjartansson ljósmyndari.

Vala Hafstað

    • 2018 Eldgos í aðsigi/Imminent Eruption
    • 2014 News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband