Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Vala (Valgerður) Hafstað fæddist í Reykjavík 1963 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1982, fór síðan til Frakklands í nám og eftir það til Bandaríkjanna. Hún lauk BA prófi í ensku frá University of Wisconsin-Madison 1986, MA prófi í ensku frá University of Washington 1988 og MBA prófi frá sama skóla 1991.

 

Eftir nærri 30 ára dvöl í Bandaríkjunum fluttist Vala aftur heim, árið 2013. Árið eftir gaf hún út ljóðabókina News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News. Tvítyngda ljóðabókin hennar, Eldgos í aðsigi/Imminent Eruption, kom síðan út hjá Sæmundi 2018. Þar að auki hefur fjöldi ljóða hennar birst á netinu, flest á ensku. Einnig hafa ljóð hennar og smásaga birst í bókmenntatímaritinu Stínu. Vala hefur unnið við blaðamennsku, pistlaskrif og þýðingar. Hún býr í Reykjavík og er fjögurra barna móðir.

 

Myndina tók Páll Kjartansson ljósmyndari.

Vala Hafstað

    • 2018 Eldgos í aðsigi/Imminent Eruption
    • 2014 News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News