SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Unnur Lilja Aradóttir

Unnur Lilja Aradóttir er fædd 14. október árið 1981.

Unnur útskrifaðist sem sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum i Breiðholti árið 2007 en hún hefur starfað við umönnun frá árinu 1998 og starfar enn sem sjúkraliði meðfram því að skrifa.

Fyrsta skáldsaga Unnar, Einfaldlega Emma, kom út árið 2019 og ári síðar sendi hún frá sér skáldsöguna, Birta ljós og skuggar.

2021 hlaut Unnur glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir sína fyrstu spennusögu, Höggið.

Unnur býr á Álftanesi ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.

 


Ritaskrá

  • 2023  Utangarðs
  • 2021  Höggið
  • 2020  Birta, ljós og skuggar
  • 2019  EInfaldlega Emma 

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2021  Svartfuglinn fyrir Höggið

 

Tengt efni