SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Unnur Birna Karlsdóttir

Unnur Birna Karlsdóttir fæddist á Akureyri 29. maí árið 1964 og ólst upp á Þelamörk í Hörgárdal í Eyjafirði.

Unnur Birna tók stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri vorið 1984, BA.-próf í sagnfræði við Háskóla Íslands haustið 1992, Uppeldis- og kennslufræði við sama skóla vorið 1993, MA.-próf í sagnfræði veturinn 1996 og doktorsprófi við Háskóla Íslands vorið 2010.

Unnur Birna hefur skrifað bækur og greinar á sviði sagnfræði auk ævisagnaþátta og pistla um söguleg efni, í ýmis tímarit. Hún hefur gefið út tvær skáldsögur og fengið birta smásöguna „Launsátur minninga“ í Icewiew, tímariti um listir og bókmenntir á Íslandi, 3. tbl., sumar, 2018.

Unnur Birna hefur starfað á ýmsum vettvangi, sinnt kennslu og fræðirannsóknum en frá 2004 starfaði hún á Þjóðskjalasafni Íslands þar til haustið 2012 að hún tók við stöðu safnstjóra Minjasafns Austurlands og gegndi því til ársins 2015 að hún tók við rannsóknastöðu hjá Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, á Austurlandi, og síðan í júní 2018 veitir hún Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Austurlandi forstöðu.

Unnur Birna er búsett í Fellabæ á Fljótsdalshéraði og starfar á Egilsstöðum.


Ritaskrá

  • 2019  Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi
  • 2016  Ævintýri um dauðann og sögur af venjulegu fólki
  • 2012  Það kemur alltaf nýr dagur
  • 2010  Þar sem fossarnir falla: Viðhorf til náttúru og vatnsaflsvirkjanna á Íslandi 1900-2008
  • 1998  Mannkynnkynbætur: Hugmyndir um bætta kynstofna hérlendis og erlendis á 19. og 20. öld
  • 1997  Gullkista þvottakvenna: Heimildasafn og endurminningar Huldu H. Pétursdóttur um þvottalaugarnar í Laugardal
  • 1996  Þeir vörðuðu veginn (ásamt Stefáni Þór Sæmundssyni)

 

Tilnefningar

  • 2019  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi