Una Jónsdóttir

Una fæddist 31. janúar árið 1878 í Dölum í Vestmannaeyjum. Hún bjó lengst af við sára fátækt og veikindi en árið 1920 tókst henni að eignast þak yfir höfuðið, á Sólbrekku að Faxastíg 21 í Vestmannaeyjum. Una eignaðist þrjár dætur með Þorgeiri: Jónínu (1906-1930), Ástríði (1908-1929) og Sigurbjörgu (1912-1928). Þær dóu allar úr berklum. Árið 1924 hófu Una og Guðmundur Guðlaugsson sambúð. Hann var jafnan kallaður „Unugvendur" sem er til marks um hvað Una var sterkur persónuleiki. Þau bjuggu saman á Sólbrekku allt þar til Una lést 19. febrúar árið 1960.

 

 • Þorsteinn Þ. Víglundsson hefur fjallað um ævi og verk Unu Jónsdóttur í grein sem birtist á vefsíðunni Heimaslóð, sjá hér.
 • Myndin af Unu er sótt á blogg Sigmars Þór Sveinbjörnssonar, sjá hér. 

Una Jónsdóttir

  • 1956 Blandaðir ávextir: sögur og ljóð
  • 1929 Vestmannaeyjaljóð
  • 1929 Málshættir - Una Jónsdóttir safnaði

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband