Stella Blómkvist er dulnefni höfundar sem skrifar harðsoðnar glæpasögur um samnefnda konu. Konur, kyn og kynhlutverk fá óvænta athygli í glæpasögum hennar sem eru femínískar inn að kili. Mesti töffarinn er Stella sjálf, tvíkynhneigð og kaldhæðin með ríka réttlætiskennd og eldheitur málsvari smælingjanna. „Háskakvendi sem geysist leðurklædd um á silfurfáki og tekur bæði harðsnúnustu bófa og kerfiskalla í nefið“ segir á bókarkápu Morðsins í Snorralaug (2019). Ekki er vitað hvort Stella er dulnefni konu eða karls.
Bækur Stellu hafa verið þýddar á þýsku og tékknesku.
Mynd úr myndasafni Wix.
Stella Blómkvist
- 2019 Morðið í Snorralaug
- 2017 Morðið í Gróttu
- 2015 Morðin í Skálholti
- 2012 Morðið á Bessastöðum
- 2006 Morgundagur ei meir (smásaga). Morð. Íslenskar glæpasögur (ásamt fleirum)
- 2005 Morðið í Drekkingarhyl
- 2006 Morðið í Rockville
- 2002 Morðið í Alþingishúsinu
- 2001 Morðið í Hæstarétti
- 2000 Leyndardómar Reykjavíkurborgar (ásamt fleirum)
- 2000 Morðið í sjónvarpinu
- 1997 Morðið í stjórnarráðinu