Steinvör Sighvatsdóttir

Í Skáldatali Eddu eftir Snorra Sturluson er Steinvör, húsfreyja á Keldum á Rangarárvöllum (d. 17. október 1271) nefnd en hún var bróðurdóttir Snorra; dóttir Sighvats á Grund og Halldóru Tumadóttur Kolbeinssonar. Hennar er víða getið í heimildum og í Íslendingasögu eftir Sturlu Þórðarson er hennar getið að góðu einu. Af skörungsskap hennar fara þar margar sögur og hafði hún örlög þjóðarinnar eitt sinn í hendi sér og hvikaði hvergi.

 

Hálf draumvísa er tilfærð eftir Steinvöru, annar kveðskapur er týndur. Talið er að hún hafi samið lofkvæði um Gaut á Mel, sem var vinur Hákonar gamla, Noregskonungs en það mun glatað. 

 

Fyrir Örlygsstaðabardaga dreymir Steinvöru að hún þykist stödd úti og komin í eyðitröð þar sem hún sér mannshöfuð liggja á garði og kvað:

 

Sit ek og sék á

svarit Steinvarar:

Hví liggr hér á vegg

höfuð í örtröð?

 

 

Heimild:

Guðrún P Helgadóttir 1995. Skáldkonur fyrri alda

Steinvör Sighvatsdóttir

  Senda inn efni

  Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

  Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

  ©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

  Hafðu  samband