Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Í Skáldatali Eddu eftir Snorra Sturluson er Steinvör, húsfreyja á Keldum á Rangarárvöllum (d. 17. október 1271) nefnd en hún var bróðurdóttir Snorra; dóttir Sighvats á Grund og Halldóru Tumadóttur Kolbeinssonar. Hennar er víða getið í heimildum og í Íslendingasögu eftir Sturlu Þórðarson er hennar getið að góðu einu. Af skörungsskap hennar fara þar margar sögur og hafði hún örlög þjóðarinnar eitt sinn í hendi sér og hvikaði hvergi.

 

Hálf draumvísa er tilfærð eftir Steinvöru, annar kveðskapur er týndur. Talið er að hún hafi samið lofkvæði um Gaut á Mel, sem var vinur Hákonar gamla, Noregskonungs en það mun glatað. 

 

Fyrir Örlygsstaðabardaga dreymir Steinvöru að hún þykist stödd úti og komin í eyðitröð þar sem hún sér mannshöfuð liggja á garði og kvað:

 

Sit ek og sék á

svarit Steinvarar:

Hví liggr hér á vegg

höfuð í örtröð?

 

 

Heimild:

Guðrún P Helgadóttir 1995. Skáldkonur fyrri alda

Steinvör Sighvatsdóttir