Steinunn Þorsteinsdóttir

Steinunn Þorsteinsdóttir er fædd í Reykjavík 29. september 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1988 og B.A. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1994. Steinunn hefur brennandi áhuga á blaðamennsku, markaðs-, upplýsinga- og ímyndarmálum, samfélagsmiðlum og viðburðarstjórnun. Hún hefur starfað sem sagnfræðingur og blaðamaður og er í dag upplýsingafulltrúi.

 

Steinunn býr í Hafnarfirði, á tvö ungmenni og skrifar leikrit, sögur og ljóð í frístundum. Steinunn sendi frá sér ljóða- og örsögubókina HuX á dögunum en áður hefur hún skrifað sagnfræðirit og leikverk sem hafa verið sett upp af áhugaleikhúsum.

Steinunn Þorsteinsdóttir

 • 2018 HuX

  2011 Höfnin – saga Hafnarfjarðarhafnar (ásamt Birni Péturssyni)

  2008 Hundrað – örsögur. Gefin út í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðarbæjar (ásamt Birni Péturssyni sagnfræðingi)

  2006 Timeless life on the lava (ásamt Birni Péturssyni sagnfræðingi) Top of Form

   

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband