Sigurlín Bjarney Gísladóttir

Sigurlín Bjarney Gísladóttir er fædd í Hafnarfirði árið 1975 og ólst upp í Sandgerði. Bjarney hefur fengist við ýmis skrifstofustörf en líka leiðsögustörf, prófarkalestur og kennslu. Hún er með mastersgráðu í ritlist og íslenskum bókmenntum frá HÍ.

 

Fyrsta bókin, Fjallvegir í Reykjavík, kom út árið 2007 og hefur að geyma prósaljóð. Árið 2009 kom út örsögu- og smásagnasafnið Svuntustrengur og árið 2013 gaf Bjarney út ljóðabókina Bjarg. Árið 2015 gaf hún út tvö verk, annars vegar nóvelluna Jarðvist og hins vegar ljóðabókina Ég erfði dimman skóg en þá bók vann hún að með sex öðrum konum. Árið 2016 kom síðan út ljóðabókin Tungusól og nokkrir dagar í maí.

 

Undanfarin ár hefur Bjarney stundað doktorsnám við Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum og fengist m.a. við stundakennslu við HÍ.

Sigurlín Bjarney Gísladóttir

  • 2019  Undrarýmið
  • 2016 Tungusól og nokkrir dagar í maí
  • 2015 Ég erfði dimman skóg (ásamt sex öðrum skáldkonum)
  • 2015 Jarðvist
  • 2013 Bjarg
  • 2009 Svuntustrengur
  • 2007 Fjallvegir í Reykjavík
  • 2017 Ljóðstafur Jóns úr Vör: Viðurkenning fyrir ljóðið „Kyrralíf“.
  • 2016 Ljóðstafur Jóns úr Vör: 3. sæti fyrir ljóðið „Arfur“
  • 2014 Fjölís styrkur Rithöfundasambandsins
  • 2009 Nýræktarstyrkur Miðstöðvar íslenskra bókmennta: Svuntustrengur
  • 2006 Gaddakylfan (glæpasöguverðlaun): Smásagan „Þjóðvegur eitt“

   

  Tilnefningar:

  • 2017 Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambandsins og Landsbókasafnsins: Tungusól og nokkrir dagar í maí