Norma E. Samúelsdóttir

Norma Elísabet Samúelsdóttir fæddist 7. september árið1945 í Glasgow í Skotlandi. Hún hefur verið búsett í Hveragerði frá árinu 2000. Norma gaf út sína fyrstu bók árið 1979 og hefur hún gefið út síðan vel á annan tug bóka. Þá hefur ljóðabókin Marblettir í regnbogans litum verið þýdd yfir á ensku en hún kom út árið 1995 í þýðingu Huldu V. Ritchie.

Norma E. Samúelsdóttir

  • 2017 Melastelpa: minningabók 3.b.
  • 2016 Maríuerlan eins og fiskur: ljóð og ljóðasögur
  • 2015 Átakasaga (ásamt Þorsteini Antonssyni)
  • 2012 Melastelpa: minningabók 2.b.
  • 2010 Melastelpa: minningabók 1.b.
  • 2009 Hveragerði, búsetusaga (ásamt Þorsteini Antonssyni)
  • 2006 Ballynahinch: frásöguþættir
  • 2002 Kona fjarskans, konan hér: ljóð
  • 1999 Mömmublús
  • 1999 Stálfljótið og sumarblómin smáu: ljóðabálkur
  • 1997 Konufjallið og sumarblómin smáu: Viktoría, Elísabet og Agnes Ögn
  • 1991 Fundinn lykill
  • 1991 Óþol: bók fyrir húsmæður sem vilja vera rithöfundar - og þá sem hafa áhuga á svoleiðis fólki
  • 1990 Gangan langa
  • 1987 Marblettir í regnbogans litum: ljóð eiginkonu drykkfellds skálds
  • 1982 Tréð fyrir utan gluggann minn
  • 1979 Næstsíðasti dagur ársins: dagbók húsmóður í Breiðholti