Megan Auður Grímsdóttir

Megan Auður Grímsdóttir er fædd 1994. Hún lauk stúdentsprófi af myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og stundar nú grunnnám í myndlist við Hogeschool voor de Kunsten Utrecht í Hollandi. Megan hefur áður birt ljóð og greinar í safnritum Fríyrkjunnar og í tímaritinu Listvísi.Fyrsta ljóðabók Megan, Glergildra, kom út í seríu Meðgönguljóða árið 2017. Henni var ritstýrt af Kristínu Svövu Tómasdóttur.

 

Heimild: Vefsíða Partusar

Megan Auður Grímsdóttir

    • 2017  Glergildra