SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

María Siggadóttir

María Siggadóttir er fædd 28. desember árið 1960 á Selfossi.

María hefur ort ljóð og skrifað smásögur frá barnsaldri. Hún lauk grunnskólaprófi og er lærður svæðameðferðarfræðingur. Þá lærði hún einnig skrifstofu- og tölvunám og ritlist hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. María var í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar umf. Selfoss í nokkur ár og starfaði einnig sem húsvörður í íþróttahúsi.

María hefur unnið sem matráður, dagmóðir, við verslunarstörf, á hjúkrunarheimili, á veitingastað, í Sláturhúsi, hjá bændaþjónustu við almenn landbúnaðarstörf, saltfiskverkun, saltað síld í tunnur, við frystingu á loðnuhrognum, unnið sem aðstoðarmaður matreiðslumeistara og starfað sem þjónn. Í dag starfar María, meðfram ritstörfum, sem stuðningsfulltrúi á sambýli fatlaðra.

María sendi frá sér barnabókina Jólasögu úr Ingólfsfjalli, árið 2014, myndskreytta af Ellisif Malmo Bjarnadóttur. Sagan kom út sem hljóðbók á Storytel árið 2020. Árin 2017 og 2020 komu út tvær ljóðabækur eftir Maríu og 2022 kom út smásagan Táknmál norðurljósanna.

María á fjögur uppkomin börn og ellefu barnabörn.


Ritaskrá

  • 2022  Hvítserkur
  • 2020  Í gegnum laufþakið.
  • 2017  Stjörnudamask á þvottasnúru
  • 2014  Jólasaga úr Ingólfsfjalli

 

Tengt efni