María Siggadóttir

María Siggadóttir er fædd 28. desember 1960 á Selfossi. Hún hefur ort ljóð og skrifað smásögur frá barnsaldri. María lauk grunnskólaprófi og er lærður svæðameðferðarfræðingur. Þá lærði hún einnig skrifstofu- og tölvunám og ritlist hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. María var í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar umf. Selfoss í nokkur ár og starfaði einnig sem húsvörður í íþróttahúsi.

 

María hefur unnið sem matráður, dagmóðir, við verslunarstörf, á hjúkrunarheimili, á veitingastað, í Sláturhúsi, hjá bændaþjónustu við almenn landbúnaðarstörf, saltfiskverkun, saltað síld í tunnur, við frystingu á loðnuhrognum, unnið sem aðstoðarmaður matreiðslumeistara og starfað sem þjónn. Í dag starfar María, meðfram ritstörfum, sem stuðningsfulltrúi á sambýli fatlaðra.

 

María sendi frá sér barnabókina Jólasögu úr Ingólfsfjalli, árið 2014, myndskreytta af Ellisif Malmo Bjarnadóttur. Sagan kom út sem hljóðbók á Storytel árið 2020. Árin 2017 og 2020 komu út tvær ljóðabækur eftir Maríu og í ár kom út smásagan Táknmál norðurljósanna.

 

María á fjögur uppkomin börn og ellefu barnabörn á aldrinum fimm til 17 ára.

María Siggadóttir

    • 2020  Í gegnum laufþakið.
    • 2017  Stjörnudamask á þvottasnúru
    • 2014  Jólasaga úr Ingólfsfjalli

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband