María Bjarnadóttir

María Bjarnadóttir er fædd 7. júní 1896 í Káradalstungu í Vatnsdal. Hún óslt upp á ýmsum stöðum á landinu, bæði til sjávar og sveita. Hún giftist Bjarna Antoníussyni og eignuðust þau fimm börn. Þau bjuggu lengst af austanlands, m.a. í Neskaupstað. María vann að ýmsum störfum utan heimilisstarfa eftir því sem til féll. Hún lést í Reykjavík 11. mars 1976.

Eftir Maríu er ljóðabókin Haustlitir sem hún gaf út á eigin kostnað árið 1964, þá 68 ára að aldri. Finnur Sigmundsson landsbókavörður hvatti hana til útgáfunnar og skrifaði formála að bókinni. María sendi bókina ekki í bókabúðir, og um hana kom enginn ritdómur.

 

 

Textinn er tekinn orðréttur frá Helgu Kress:

Helga Kress. 2001. „María Bjarnadóttir 1896-1976“, bls. 251. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur.  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

 

Myndin er sótt á síðu Norðfirðingafélagsins

María Bjarnadóttir

    • 1964  Haustlitir

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband