SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Kristín Ómarsdóttir

Kristín Ómarsdóttir er fædd 24. september 1962 í Reykjavík. 

Kristín lauk stúdentsprófi frá Flensborg í Hafnarfirði 1981 og stundaði síðan nám í íslensku, almennri bókmenntafræði og spænsku við Háskóla Íslands.

Kristín hefur jöfnum höndum fengist við ljóða- og skáldsagnagerð, smásögur og leikritun. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín.

Kristín kom fram á sjónarsviðið þegar hún vann fyrstu verðlaun í samkeppni Þjóðleikhússins í tilefni loka kvennaáratugarins fyrir leikritið Draumar á hvolfi árið 1985 og tveimur árum síðar gaf hún fyrstu ljóðabókina sína, Draumar á Hvolfi.

Síðan þá hefur Kristín sent frá sér fjölda ljóðabóka, skáldsagna, smásagna, örsagna og leikrit. Hún hefur fest sig í sessi sem einn frumlegasti rithöfundur þjóðarinnar; stíll hennar og skáldskaparheimur er ólíkur því sem aðrir skrifa.

Kristín hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Skáldsagan Elskan mín ég dey tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1999 og leikrit hennar, Ástarsaga 3, var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna. Árið 2005 fékk hún Grímuverðlaunin, sem leikskáld ársins, fyrir leikritið Segðu mér allt. Fyrir ljóðabókina Sjáðu fegurð þína hlaut hún Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta árið 2008 og 2018 hlaut hún Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Kóngulær í sýningargluggum.

2020 gaf bókaforlagið Partus út heildarsafn ljóða Kristínar, sem hefur að geyma allar átta fyrri ljóðabækur hennar.

Kristín hefur einnig unnið að myndlist, sýnt teikningar sínar og tekið þátt í sýningum þar sem hún hefur unnið með ólík form: myndbönd og skúlptúra. Teikningar Kristínar prýða margar af bókarkápum hennar.

Bækur eftir Kristínu hafa verið þýddar á erlend tungumál og ljóð hennar hafa birst í erlendum safnritum. 


 


Ritaskrá

  • 2023  Móðurást: Oddný
  • 2021  Borg bróður míns
  • 2020  KÓ Ljóðasafn
  • 2019  Svanafólkið
  • 2017  Kóngulær í sýningargluggum
  • 2015  Flækingurinn
  • 2015  Gjöf mín, yðar hátign, Stjörnur / Audition; My Gift, Your Excellency; Stars
  • 2014  Tell me more
  • 2013  Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík
  • 2013  Elífar speglanir: vísindalegar athuganir
  • 2012  Milla
  • 2011  Í speglinum sefur kóngur
  • 2011  Við tilheyrum sama myrkrinu – af vináttu: Marilyn Monroe og Greta Garbo
  • 2009  Hjá brúnni
  • 2008  Sjáðu fegurð þína
  • 2006  Jólaljóð
  • 2005  Segðu mér allt
  • 2005  Spítalaskipið
  • 2004  Hér
  • 2003  Afmælistertan
  • 2003  Inn og út um gluggann / in and out the window
  • 2003  Vinur minn heimsendir
  • 2001  Tvær sögur
  • 2001  Hamingjan hjálpi mér I og II
  • 2000  Margar konur
  • 2000  Sérstakur dagur
  • 1998  Lokaðu augunum og hugsaðu um mig
  • 1997  Ástarsaga 3 : lovestory #3
  • 1997  Elskan mín ég dey
  • 1996  Margrét mikla
  • 1995  Dyrnar þröngu
  • 1993  Þerna á gömlu veitingahúsi
  • 1993  Vi kommer att svara i Eran telefon - Við munum svara í síma yðar
  • 1992  Svartir brúðarkjólar
  • 1991  Einu sinni sögur
  • 1990  Hjartatrompet
  • 1990  Lísa, Lísa
  • 1989  Í ferðalagi hjá þér
  • 1987  Demantstorgið
  • 1987  Í húsinu okkar er þoka
  • 1985  Draumar á hvolfi 

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2018  Maístjarnan fyrir Kóngulær í sýningargluggum
  • 2009  Fjöruverðlaunin fyrir Sjáðu fegurð þína
  • 2005  Gríman: Leikskáld ársins fyrir Segðu mér allt
  • 1998  Menningarverðlaun DV fyrir Elskan mín ég dey
  • 1997  Viðurkenning Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins
  • 1985  Fyrstu verðlaun í samkeppni Þjóðleikhússins í tilefni loka kvennaáratugarins: Draumar á hvolfi

 

Tilnefningar

  • 2023  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Móðurást: Oddný
  • 2019  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Svanafólkið
  • 2019  Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Kóngulær í sýningargluggum
  • 2017  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Kóngulær í sýningargluggum
  • 2015  Til Menningarverðlauna DV fyrir Flækinginn
  • 2012  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Millu
  • 2011  Til Útvarpsverðlauna Grímunnar fyrir Í speglinum sefur kónguló
  • 2008  Til Menningarverðlauna DV fyrir Sjáðu fegurð þína
  • 2008  Til Útvarpsverðlauna Grímunnar fyrir Smásögur
  • 2001  Til Norrænu útvarpsleikritaverðlaunanna fyrir Margréti miklu
  • 1999  Til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Elskan mín ég dey
  • 1999  Til Menningarverðlauna DV fyrir Lokaðu augunum og hugsaðu um mig
  • 1998  Til Norrænu leikskáldaverðlaunanna fyrir Ástarsögu 3
  • 1997  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Elskan mín ég dey
  • 1995  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Dyrnar þröngu

 

Þýðingar

(í vinnslu)

  • 2020  Spindlar i skyldfönstren (John Swedenmark þýddi á sænsku)
  • 2018  Evige spejlinger : videnskabelige observationer (Nina Søs Vinther og Olga Sigþórsdóttir þýddu á dönsku)
  • 2018  Waitress in fall (Vala Þóroddsdóttir valdi ljóðin og þýddi á ensku)
  • 2018  Shtëpia e fëmijëve : në Reindeer woods (Elisa Ivanaj þýddi á albönsku)
  • 2018  Omstrejferen (Niels Rask Vendelbjerg þýddi á dönsku)
  • 2014  Meu amor, eu morro (Elías Portela þýddi á galisísku)
  • 2012  Children in Reindeer woods (Lytton Smith þýddi á ensku)
  • 2007  Här (Ann-Sofie Axelsson þýddi á sænsku)
  • 2003  Gud hjälpe mig I och II (Ann-Sofie Anderson þýddi á sænsku)
  • 2003  T'es pas la seule à être morte! (Éric Boury þýddi á frönsku)
  • 1999  Älskling jag dör (Ann-Sofie Axelsson þýddi á sænsku)
  • 1994  Olipa kerran tarinoita (Tuuva Tuula þýddi á finnsku)

 

 

Tengt efni