Kristín Jónsdóttir

Kristín Jónsdóttir fæddist á Siglufirði árið 1947 og fluttist sjö ára til Reykjavíkur. Hún er með M.A. próf  í sagnfræði og B.A. gráður í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands. Einnig lauk hún B.Ed. við Kennaraháskóla Íslands. Hún stundaði framhaldsnám í tölvunarfræði við Háskólann í Kent og fékk til þess British Council styrk.

 

Kristín starfaði í um 20 ár sem skrifstofustjóri á upplýsinga- og þjónustusviði mennta- og menningarmálaráðuneytis, var um tíma forstöðumaður rekstrarsviðs Háskólans í Reykjavík, var námstjóri í tölvunarfræðum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, kenndi í tæp tíu ár við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, íslensku og tölvunarfræði, og var um tíma blaðakona á Tímanum. Kristín vann einnig í nokkur ár sem bókhaldari á borgarskrifstofum Reykjavíkur, vann sem sjúkraliði, starfaði á ferðaskrifstofunni Útsýn, Kreditkassen í Osló og Landmannsbanken í Kaupmannahöfn.

 

Kristín tók þátt í undirbúningi og stofnun bæði Kvennaframboðs 1982 og Kvennalista árið 1983 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Árið 2017 stofnaði Kristín vefinn Kvennalistinn.is og er ritstjóri hans.

 

Kristín hefur verið félagi í ýmsum félagasamtökum. Má þar nefna Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum, og var um tíma formaður Gammadeildar, er í Rótarýklúbbnum Reykjavík‒Austurbær og sat í stjórn UNIFEM 1999‒2003, fyrst sem gjaldkeri og síðar varaformaður.

 

Kristín hefur setið í fjölda innlendra og erlendra nefnda sem tengjast tölvumálum, upplýsingamálum, vefmálum, húsnæðismálum, jafnréttismálum, innflytjendamálum sem og réttarstöðu samkynhneigðra.

 

Kristín á tvö börn.

Kristín Jónsdóttir

  • 2017 Jón og Jóna. 
  • 2013 Hugprúði Bolvíkingurinn. 
  • 2010 Kynungabók, (ásamt Berglindi Rós Magnúsdóttur, Guðrúnu M. Guðmundsdóttur, Jónu Pálsdóttur og Kristínu Ástgeirsdóttur).
  • 2007 Hlustaðu á þína innri rödd, Kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalisti 1982‒1987. 
  • 1982 Æskuminning.

   

  Auk þessa hefur Kristín ritað fjöldann allan af greinum í blöð og tímarit, flutt fyrirlestra og tekið viðtöl, bæði innan lands og utan, um jafnréttismál, mannréttindamál, barnabókmenntir, upplýsingatæknimál og innflytjendamál.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband