Kristín Heimisdóttir

Kristín Heimisdóttir fæddist þann 14. október 1974 á Akureyri. Foreldrar hennar eru Sumarrós Guðjónsdóttir og Heimir Sigtryggsson. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla árið 1997, sveinsprófi í hársnyrtiiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2004 og starfaði sem hársnyrtir til ársins 2012. Þá ákvað hún að snúa við blaðinu og leggja stund á sálfræði. Kristín útskrifaðist með BA próf í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2015 og lauk Cand.Psych. prófi frá háskólanum í Árósum árið 2017. Kristín er starfandi sálfræðingur í dag.

 

Kristín hefur um árabil sett saman vísur og ljóð fyrir hin ýmsu tilefni en árið 2019 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu: Sagan af því hvers vegna jólasveinarnir hættu að vera vondir. Söguna hóf Kristín að skrifa um það leyti sem hún hóf sálfræðinámið og lauk skrifum hennar árið 2018.

 

Kristín er búsett á Þórshöfn á Langanesi, gift Kristjáni Úlfarssyni og eiga þau fjögur börn.

Kristín Heimisdóttir

    • 2019 Sagan af því hvers vegna jólasveinarnir hættu að vera vondir

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband