Kristín Bjarnadóttir

Kristín Bjarnadóttir er ljóðskáld og greinahöfundur, búsett á vesturströnd Svíþjóðar síðan 1985. Hún fæddist á Blönduósi 29. maí 1948 og ólst upp að Haga í sveitinni Þing við Húnaflóa. Hún lauk gagnfræðiprófi við Reykjaskóla í Hrútafiði 1965, dvaldi eitt ár sem au-pair i London, og einn vetur í lýðháskóla í Danmörku. Hún nam leikist við Odense Teater Elevskole í Damörku (1971–1974), og síðar bókmenntir og heimspeki við Gautaborgarháskóla (1990–1994). Hún starfaði við leiklist allt til ársins 1990, í Danmörku, á Íslandi og seinast í Svíþjóð.

 

Ljóð eftir Kristínu birtust fyrst 1979 í Lesbók Morgunblaðsins og safnritinu Nýgræðingar í Ljóðagerð 1970-1981. Seinna suttar frásagnir og textar fluttir á sviði og í útvarpi. Hún vann við þáttagerð hjá RÚV, meðal annars þáttaröð um skandínavískar samtiðaskáldkonur, í samvinnu við Nínu Björk Árnadóttur. Hún þýddi ljóðabálkinn Ástarsaga aldarinnar og sviðsútgáfu í samvinnu við Kristbjörgu Kjeld.

 

Í ljóðum sínum sækist Kristín eftir einfaldleika og takti hins talaða orðs. Í bókinni Því að þitt er landslagið notar hún tungumálið til að mála myndir hugverunnar í faðmi landslags. Ljóðið Fyrsti dansinn I-II hlaut viðurkenningu í keppninni Lóðstafur Jóns úr Vör 2002.  Prósaljóðin í bókinni Ég halla mér að þér og flýg, 2007 eru einskonnar heimildarljóð, um tangómenningu, byggð á dvöl í Buenos Aires.

 

Ferðalög í ýmsum skilningi er endutekið þema í skrifum Kristínar, svo sem í greinum hennar sem birst hafa bæði á íslensku og sænsku. Hún hefur stjórnað ýmsum bókmenntaverkefnum, svo sem ljóðadagskránni Heim og saman í Hlaðvarpanum í Reykjavík árið 2001 og í samvinnu við Norræna Húsið og argentínska bandoneonleikarann Carlos Quilici. Árið 2005 stóð hún fyrir dagskrá um tangó í tónum og tali, síðar endurtekin á Bottnafestivalen í Sviþjóð. Hún hefur í seinni tíð tekið þátt í ýmsum bókmenntaverkefnum, vinnustofum og upplestrum, í Svíþjóð og meðal annars í Kambódíu, Albaníu, Makadóníu og Slóveniu.

 

Kristín á sæti í stjórn Höfundamiðstöðvarinnar Författarcentrum Väst í Gautaborg allt frá árinu 2010, varaformaður frá 2012 og formaður síðan 2017. Innan höfundamiðstöðvarinnar átti hún frumkvæði að stofnun ljóðahópsins PoPP (poeter orkar poetiska projekt) sem kom til Reykjavíkur sumarið 2017 með upplestrardagskrá í samvinnu við kollega og ljóðskáld í Rithöfundasambandi Íslands. Meðal verkefna sem hún hefur átt frumkvæði að og haft yfirumsjón með er Waters and Harbours in North  - WHiN, 2017 þar sem Bókmenntaborgin Reykjavík var meðal samvinnuaðila.

 

Kristín Bjarnadóttir

  • 2009 Jag lutar mig mot dig och flyger
  • 2007 Ég halla mér að þér og flýg
  • 2005 Heimsins besti tangóari/El mejor tanguero del mundo (tvítyngd bók, íslenska/spænska)
  • 1999 Því að þitt er landslagið – þættir Veru frá Tungu
  • 1987 Gættu þín (Þjóðleikhúsið), Einþáttungur
  • 1985 Reyndu það bara! viðtöl við sjö konur
  • 1984  Illa leikinn (Leiklistarskóli Íslands) Eintal fyrir svið, í samvinnu við Þór Tulinius

   

  Örverk birt í Bjartur og frú Emilía

  • 1993  Ástarleikur, nýtt leikrit
  • 1992  Ómögulegt Leikrit
  • 1992  Hugmyndasaga - Heimur fyrir tvær raddir
  • 1992  Andartaksstrengir - Ævisaga í þrem þáttum

   

  Ljóðasyrpur hljóðritaðar fyrir Ríkisútvarpið:

  • 1986  Gegnum frostmúrinn, hljóðritað RÚV
  • 1985  Á rás tímans, hljóðritað RÚV
  • 1984  Milli ljóss og birtu, hljóðritað RÚV
  • 1983  Þetta með múkkann/Fimm fiskisögur, hljóðritað RÚV;  birt i Starafugl 2018
  • 1997  Upplagt að dansa, íslensk þýðing á ljóðum eftir Marianne Larsen, kynnt á Akureyri  (óprentað handrit)
  • 1996  Jeg er mesteren, dönsk þýðing á Ég er Meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, Odense Teater
  • 1983 En stakket frist, dönsk þýðing á leikritinu Stundarfriður eftir  Guðmund Steinsson, Det Kongelige teater/ Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn
  • 1981 Ástarsaga aldarinnar, íslensk þýðing á Århundradets Kärlekssaga eftir Märta Tikkanen, Iðunn, Reykjavík; Þjóðleikhúsið (1981-1982)