Herdís Egilsdóttir

Herdís Egilsdóttir fæddist 18. júlí 1934 á Húsavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og fór þaðan í Kennaraskóla Íslands þar sem hún lauk kennaraprófi árið 1953. Herdís hóf síðan kennslu í Ísaksskóla og starfaði þar í 45 ár, fram til ársins 1998.

 

Herdís hefur skrifað fjölda bóka, leikrit, sjónvarpsefni og námsefni fyrir börn. Þá hefur hún myndskreytt sumar bækur sínar sjálf. Auk þessa hefur Herdís þróað kennsluaðferðir, á borð við Landnámsaðferðina, sem hún hefur einbeitt sér að frá því hún lauk kennslu. Þá hefur hún látið að sér kveða í fjölmiðlum og haldið þar á lofti mikilvægi hljóðlestraraðferðarinnar. Herdís hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir framlag sitt til barnamenningar.

 

Herdís er búsett í Reykjavík, hún er gift og á þrjú börn. Hér má nálgast viðtal við Herdísi, þar sem hún fjallar m.a. um lífshlaup sitt.

 

Myndin af Herdísi er sótt á vefsíðu Kvennablaðsins.

Herdís Egilsdóttir

  • 2015 Pappírs-Pési á önglinum
  • 2015 Pappírs-Pési í tepparúllu
  • 2015 Pappírs-Pési heimsækir sjúkrahús
  • 2015 Pappírs-Pési í stórmarkaði
  • 2015 Pappírs-Pési í ræningjahöndum
  • 2013 Jón Ólafur Sveinn segir frá
  • 2012 Pappírs-Pési á skólalóðinni
  • 2012 Pappírs-Pési fer í sveit
  • 2012 Pappírs-Pési og eldurinn
  • 2012 Pappírs-Pési og hjólið
  • 2012 Pappírs-Pési verður til
  • 2008 Edda týnist í eldgosinu: sönn saga úr Heimaey
  • 2008 Sigga og skessan á Suðurnesjum
  • 2007 Mæja spæja
  • 2006 Sigga og skessan í sólarlandaferð
  • 2006 Sigga og afmælisdagur skessunnar í fjallinu
  • 2006 Sigga, skessan og leynigesturinn
  • 2006 Sigga og skessan á kafi í snjó
  • 2006 Sigga og skessan í ferðaþjónustu
  • 2006 Sigga og skessan við tröllabrúðkaup
  • 2005 Draumar marglyttunnar
  • 2004 Dularfulla dagatalið
  • 2000 Sigga og afmælisdagur skessunnar
  • 1995 Veislan í barnavagninum
  • 1993 Þótt desember sé dimmur
  • 1992 Söngleikir: Gamla konan og svínið: Gilitrutt
  • 1992 Vatnsberarnir
  • 1991 Föndur
  • 1989 Pappírs-Pési: saga byggð á sjónvarpsmynd frá Hrif
  • 1987 Rympa á ruslahaugnum
  • 1986 Eyrun á veggjunum
  • 1983 Sigga og skessan í umferðinni
  • 1981 Gegnum holt og hæðir
  • 1979 Við bíðum eftir jólum
  • 1979 Spékoppar
  • 1975 Draugurinn Drilli
  • 1973 Veturinn
  • 1973 Haustið
  • 1973 Stafa- og vísnakver
  • 1973 Afmælisdagur skessunnar í fjallinu
  • 1973 Sigga og skessan í vorverkunum
  • 1970 Sigga og skessan hjá tannlækninum
  • 1970 Sigga og skessan í eldsvoðanum
  • 1970 Sigga og skessan í hafísnum
  • 1968 Sigga í helli skessunnar
  • 1968 Sigga og skessan í sundi
  • 1968 Sigga og skessan í fjallinu
  • 1968 Sigga og skessan í skóla
  • 1966 Leskaflar fyrir lítil börn
  • 1956 Bangsi læknir: barnasaga með myndum
  • 2008 Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
  • 1995 Íslensku barnabókaverðlaunin, fyrir myndskreytt handrit: Veislan í barnavagninum (með Erlu Sigurðardóttur)
  • 1990 Skólamálaráð Reykjavíkur: Sérstakt framlag til íslenskra barnabókmennta
  • 1989 IBBY á Íslandi,Vorvindar: Viðurkenning fyrir framlag til barnamenningará Íslandi
  • 1989 Viðurkenning Barnabókaráðs: Pappírs-Pési
  • 1974 Samkeppni Sumargjafar um frumsamið barnaleikrit: Gegnum holt og hæðir

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband