Halla Gunnarsdóttir

Halla Gunnarsdóttir er fædd árið 1981 og ólst upp í Mosfellsbæ. Hún er kennari og alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt og hefur einkum starfað sem pólitískur ráðgjafi og blaðamaður. Eftir Höllu liggja tvær ljóðabækur Leitin að Fjalla-Eyvindi (2007) og Tvö jarðar ber (2013). Halla skrifaði einnig ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur, Hjartað ræður för, sem kom út árið 2010 og fræðibókina Slæðusviptingar (2008) sem byggir á MA ritgerð hennar um áhrif írönsku byltingarinnar á líf og störf kvenna.

Halla er einnig hagyrðingur í hjáverkum og tekur reglulega þátt í hagyrðingamótum.

Halla býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og dóttur.

Halla Gunnarsdóttir

  • 2013 Tvö jarðar ber
  • 2010 Hjartað ræður för – ævisaga Guðrúnar Ögmundsdóttur
  • 2008 Slæðusviptingar: raddir íranskra kvenna
  • 2007 Leitin að Fjalla-Eyvindi

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband