Gunnhildur Þórðardóttir

Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistamaður, kennari og ljóðskáld úr Keflavík.. Hún er með tvíhliða BA gráðu í listasögu og fagurlistum og með meistaragráðu í list- og stjórnun frá Listaháskólanum í Cambridge og viðbótardiploma í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2019.

 

Gunnhildur hefur verið sjálfstætt starfandi myndlistamaður, sérfræðingur og sýningarstjóri sl. 15 ár og m.a starfað hjá Listasafni Reykjanesbæjar, í Hafnarborg sem fræðslu- og upplýsingafulltrúi og starfar nú sem listgreinakennari í Myllubakkakskóla. Gunnhildur hefur gefið út fimm ljóðabækur bæði á íslensku og ensku og vann hún ljóðaverðlaunin Ljósberann árið 2019.

Gunnhildur Þórðardóttir

    • 2019 Upphafið árstíðaljóð - The Beginning Seasonal Poems 2019.
    • 2017 Götuljóð - Street Poems 2017 og
    • 2015 Næturljóð - Night Poems
    • 2014 Gerðu það sjálf ljóð - DIY Poetry
    • 2013 Blóðsteinar - Bloodstones