Guðrún Guðlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júlí 1944. Foreldrar hennar: Þorgerður Nanna Elíasdóttir og Guðlaugur M. Einarsson hæstaréttarlögmaður. Tók próf úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1967 og stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1977.
Starfaði fyrst sem leikari, síðar við dagskrárgerð og fréttamennsku hjá Ríkisútvarpinu. Var blaðmaður hjá Morgunblaðinu í 25 ár. Á sex börn, Ragnheiði, Ásgerði, Móeiði, Kristinn, Guðlaug og Sigríði Elísabetu. Gift Guðmundi Páli Arnarsyni bridgekennara og blaðamanni.
Guðrún Guðlaugsdóttir
- 1978 Í veiðihug: Æviminningar Tryggva Einarssonar í Miðdal
- 1988 Á leið til þín: Ljóð
- 1990 Það hálfa væri nóg: Lífssaga Þórarins Tyrfingssonar
- 1990 Skip vonarinnar: Ljóð
- 1993 Nellikur og dimmar nætur
- 1993 Þegar hugsjónir rætast: Nokkur viðtöl í ævisögu Odds Ólafssonar/Gils Guðmundsson
- 1994 Góður skáti: Smásaga í smásagnasafninu Tundurdufl
- 1999 Kvöldvakan: Smásaga
- 2000 Nærmynd af Nóbelsskáldi: Fimm viðtöl í viðtalsbók í ritstjórn Jóns Hjaltasonar
- 2000 Í órólegum takti
- 2009 Sá á skjöld hvítan: Viðtalsbók við Jón Böðvarsson
- 2014 Beinahúsið
- 2015 Blaðamaður deyr
- 2016 Dauðinn í opna salnum
- 2016 Í hörðum slag: Viðtöl við fimmtán blaðamenn. Blaðamannafél. Íslands
- 2017 Morðið í leshringnum
- 2018 Erfðaskráin
- 2019 Barnsránið
- 2020 Hús harmleikja