Guðrún frá Lundi

Guðrún Baldvina Árnadóttir fæddist 3. júní 1887 á Lundi í Stíflu í Fljótum og kenndi sig við þann bæ. Hún skrifaði mikið sem barn og unglingur en ekkert þann tíma þegar hún var húsmóðir í sveit. Eftir að hún fluttist á Sauðárkrók tók hún til við að skrifa á ný og kom fyrsta bók hennar út árið 1946 – þegar Guðrún var 59 ára. Það var fyrsta bindi Dalalífs, fimm binda skáldsögu sem átti eftir að verða hennar þekktasta verk. Eftir það sendi hún frá sér eina bók á ári allt til ársins 1973, nema árið 1969. Hún skrifaði því alls 26 bækur á ritferli sínum en sögurnar eru færri því sumar  komu út í nokkrum bindum.

 

Guðrún sótti efnivið sinn í íslenskt sveitalíf og allar bækur hennar utan einnar gerast í sveit, flestar um eða upp úr aldamótum 1900. Bækur Guðrúnar nutu framan af lítils álits meðal bókmenntafræðinga og gagnrýnenda en þær hafa lifað og ætíð átt sér dygga aðdáaendur.

 

Guðrún lést árið 1975.

 

Útgefandi: Forlagið

 

Nánari umfjöllun um Guðrúnu frá Lundi má m.a. finna á Vísindavefnum

Guðrún frá Lundi

  • 1946–1951        Dalalíf
           1: Æskuleikir og ástir
           2: Alvara og sorgir
           3: Tæpar leiðir
           4: Laun syndarinnar
           5: Logn að kvöldi
  • 1950            Afdalabarn
  • 1952–1954    Tengdadóttirin
           1: Á krossgötum
           2: Hrundar vörður
           3: Sæla sveitarinnar
   1955        Þar sem brimaldan brotnar
   1956        Römm er sú taug
   1957        Ölduföll
   1958        Svíður sárt brenndum
   1959        Á ókunnum slóðum
   1960        Í heimahögum
   1961–1963    Stýfðar fjaðrir   (3 bindi)
   1964        Hvikul er konuást
   1965        Sólmánaðardagar í Sellandi
   1966        Dregur ský fyrir sól
   1967        Náttmálaskin
   1968        Gulnuð blöð
   1970–1973     Utan frá sjó (4 bindi)