Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Guðbjörg Ásta er fædd 1979, er úr Garðabæ, gekk þar í grunn- og framhaldsskóla, þar til að hún byrjaði í líffræði við Háskóla Íslands. Hún starfar í dag sem framhaldsskólakennari. Frá því að hún var lítil stelpa var hún oft að skrifa litlar sögur. Þegar hún var komin á unglingsárin byrjaði hún að skrifa og vinna í þeim sögum, orti einnig ljóð og skrifaði smásögur. Hún er búin að skrifa margar skáldsögur síðan þá og einnig eitthvað af smásögum og ljóðum. Fáar af þessum sögum hafa þó komið út. Hún hefur einnig skrifað fræðilegt efni sem hefur komið út. Árið 2014 kom fyrsta skáldsagan hennar út á rafrænu formi á Amazon. Ári síðar, 2015, kom önnur bók út á Amazon bæði á rafrænu formi og sem bók. Hér fyrir neðan koma upplýsingar um bækur sem hún hefur skrifað og annað efni sem hún hefur tekið þátt í að vinna í. Von er á fleiri verkum tengt Fólkinu í klettunum, þar sem sú bók er fyrsta bókin í ævintýrabókaflokki um álfa.

Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir

    • 2015 Fólkið í klettunum
    • 2014 Svínið sem vildi verða svanur
    • 2004 Íslensk spendýr, í ritstjórn Páls Hersteinssonar og gefið út af Vöku-Helgufell árið 2004