SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Fríða Á. Sigurðardóttir

Fríða (Áslaug) Sigurðardóttir fæddist á Hesteyri í Sléttuhreppi þann 11. desember 1940.

Fríða lauk Cand mag prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1979. Hún starfaði sem bókavörður á Háskólabókasafni og Ameríska bókasafninu frá 1964 til 1970, var deildarfulltrúi við heimspekideild Háskóla Íslands frá 1971 til 1973 og stundakennari við Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands frá 1973 til 1975. Frá 1978 starfaði hún alfarið við ritstörf.

Fyrsta bók Fríðu, smásagnasafnið Þetta er ekkert alvarlegt, kom út árið 1980. Hún sendi síðan frá sér fleiri smásögur auk skáldsagna og þýðinga á verkum erlendra höfunda.

Skáldsaga Fríðu Meðan nóttin líður (1990), hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1991 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992. Hún hefur verið þýdd á Norðurlandamál og ensku.

Fríða birti greinar um bókmenntir í blöðum og tímaritum og sendi frá sér ritgerð um leikrit Jökuls Jakobssonar. Síðasta verk Fríðu er skáldsagan Í húsi Júlíu sem kom út í október 2006.

Fríða var gift Gunnari Ásgeirssyni og áttu þau tvo syni.

Fríða Á. Sigurðardóttir lést í Reykjavík þann 7. maí 2010. 


Ritaskrá

  • 2006  Í húsi Júlíu
  • 2000  Sumarblús
  • 1998  Maríuglugginn
  • 1994  Í luktum heimi
  • 1990  Meðan nóttin líður
  • 1986  Eins og hafið
  • 1984  Hugleiðingar um stöðnun
  • 1984  Við gluggann
  • 1981  Sólin og skugginn
  • 1980  Þetta er ekkert alvarlegt

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2001  Heiðurslaun listamanna
  • 1992  Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Meðan nóttin líður
  • 1991  Menningarverðlaun DV í bókmenntum fyrir Meðan nóttin líður
  • 1990  Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Meðan nóttin líður
  • 1988  Verðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins
  • 1982  Viðurkenning Rithöfundarsjóðs Íslands

 

Tilnefningar

  • 1994  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Í luktum heimi

 

Þýðingar

Þýðingar á verkum Fríðu (í vinnslu)

  • 2019  Ye shi zhi shi (Xinyu Zhang þýddi á kínversku)
  • 2006  Ir slenka naktis (Rasa Ruseckiene þýddi á litháísku)
  • 2000  "Der Sprung" (Julia Dürr þýddi á þýsku)
  • 2000  Ninas Geschichte (Hubert Seelow þýddi á þýsku)

 

Þýðingar eftir Fríðu

  • 1991  Í góðu hjónabandi eftir Doris Lessing
  • 1986  Ferðin til Kalajoki eftir Carl-Anders Norrlid
  • 1986  Þjóð bjarnarins mikla: Skáldsaga um börn jarðar eftir Jean M. Auel
  • 1985  Lestarferðin eftir T. Degens
  • 1983  Furður veraldar eftir Arthur C. Clarke, Simon Welfare og John Fairley

 

Tengt efni