SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ewa Marcinek

Ewa Marcinek er fædd í Póllandi en hefur verið búsett á Íslandi frá 2013.

Hún nam skapandi skrif og menningarfræði við Háskólann í Wroclaw og síðar myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík.

Ewa stofnaði, ásamt Pálínu Jónsdóttur leikstjóra, leikfélagið Reykjavík Ensemble. Sýningin Ísland pólerað (Polishing Iceland), sem sett var upp í Tjarnarbíói 2020 og vakti mikla athygli, byggði á samnefndu og sjálfsævisögulegu smásagnasafni Ewu um reynsluna af því að vera pólskur innflytjandi á Íslandi og þær áskoranir sem henni fylgja. Handrit leikritsins birtist í Syrpu: sýnisbók sviðshandrita

Bók Ewu, Pólerað Ísland, kom út 2022.

Ewa var hugvekjuhöfundur Tímarits Máls og menningar 2021 og vöktu pistlar hennar verðskuldaða athygli. 

 


Ritaskrá

  • 2022   Ísland pólerað
  • 2021   Pólífónía af erlendum uppruna (ásamt 14 öðrum höfundum)
  • 2020   Syrpa: Sýnisrit sviðshandrita 2009-2020 (Polishing Iceland)

 

Heimasíða

www.ewamarcinek.com

Tengt efni