SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Elín Eiríksdóttir frá Ökrum

Elín Eiríksdóttir er fædd 26. október árið 1900 að Ökrum á Mýrum og ólst þar upp. Hún giftist Pétri Söebeck og eignuðust þau þrjár dætur. Þau bjuggu fyrst á Akureyri en fluttust til Kaupmannahafnar um 1930 og áttu þar heima í tíu ár. Elín lést í Reykjavík 26. mars 1987.

Elín var víðlesin, hafði mikla frásagnarhæfileika og áhuga á dulrænum málum. Hún fékkst töluvert við að yrkja en birti lítið framan af ævi og er t.a.m. ekki í Borgfirskum ljóðum sem komu út 1947. Það ár var hins vegar ljóð hennar „Ef engill ég væri“ gefið út á nótum við lag Hallgríms Helgasonar. Alls gaf Elín út þrjár ljóðabækur, allar á eigin kostnað. Sú fyrsta, Söngur í sefi, kom út 1955, Rautt lauf í mosa árið 1958 og tíu árum síðar Skeljar á sandi árið 1968.

Textinn er tekinn orðréttur frá Helgu Kress:

  • Helga Kress. 2001. „Elín Eiríksdóttir frá Ökrum (1900-1987)“, bls. 275. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur.  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

 

Mynd: Safnahús Borgarfjarðar


Ritaskrá

  • 1968  Skeljar á sandi
  • 1958  Rautt lauf í mosa
  • 1955  Söngur í sefi