Elfur Sunna Baldursdóttir

Elfur Sunna Baldursdóttir er fædd 1993. Hún lauk stúdentsprófi af listnámsbraut frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og 7. stigi í klassískum söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Fyrsta ljóðabók Elfar Sunnu, Gárur, kom út í seríu Meðgönguljóða árið 2017. Henni var ritstýrt af Kristínu Ómarsdóttur.

 

Heimild: Vefsíða Partusar

 

Elfur Sunna Baldursdóttir

    • 2017  Gárur