Arngunnur Árnadóttir

Arngunnur Árnadóttir er fædd árið 1987. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í klarínettuleik frá Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín. Haustið 2012 hóf Arngunnur störf sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrsta ljóðabók hennar, Unglingar, kom út hjá Meðgönguljóðum, ljóðaseríu Partusar, árið 2013. Hún hlaut nýræktarstyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta árið 2015 og hefur birt ljóð í safnritunum Ljóð í leiðinni og Konur á ystu nöf, sem og í tímaritunum Stínu og Words Without Borders. Fyrsta skáldsaga Arngunnar er Að heiman sem kom út hjá Partusi 2016.

 

Heimild: Vefsíða Partusar

 

Arngunnur Árnadóttir

  • 2018  Ský til að gleyma
  • 2016  Að heiman
  • 2013  Unglingar
  • 2015  Nýræktarstyrkur Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband