Anna Margrét Björnsson

Anna Margrét Björnsson fæddist 24. mars árið 1972. Foreldrar hennar eru Sigrún Dungal og Sveinn Björnsson sendiherra. Anna Margrét fæddist, ásamt bróður sínum Henrik (f. 1974), í Stokkhólmi og bjó síðan í Bonn og London þar sem faðir hennar gegndi ýmsum störfum fyrir Íslenska sendiráðið. Fjölskyldan fluttist síðan til Íslands árið 1987.

 

Anna Margrét hefur starfað sem blaðamaður frá árinu 2000 og hefur hún ritstýrt blöðum á borð við Iceland Review, Sirkus Reykjavík, ReykjavíkMag og Atlantica. Þá hefur hún skrifað tískupistla í Fréttablaðið ásamt því að vera kynningarfulltrúi í Hörpu og meðlimur í rokksveitinni Two Step Horror. Anna Margrét hefur starfað sem blaðamaður hjá mbl.is frá árinu 2014 og hefur umsjón með Iceland Monitor.

 

Anna Margrét hefur sent frá sér eina bók en það er barnabókin Milli svefns og vöku sem kom út í fyrra. Laufey Jónsdóttir sá um myndskreytingar og var bókin tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2019 sem besta myndlýsta bókin.

 

Anna Margrét býr í Reykjavík ásamt fjölskyldu.

 

Helstu heimildir:

  • „Sigrún Dungal.“ (7. nóvember 2017). Mbl.is. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1660743/
  • Myndin er fengin af vefsíðu Viðskiptablaðsins.

Anna Margrét Björnsson

  • 2018 Milli svefns og vöku

  • Tilnefning

    • 2019 Barnabókaverðlaun Reykjavíkur, flokkur myndlýstra bóka: Milli svefns og vöku

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband