Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Anna Dóra Antonsdóttir fæddist þann 3. október 1952 á Dalvík, þar sem hún ólst upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972, útskrifaðist með kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands árið 1976 og hlaut sérkennarapróf frá Oslóarháskóla árið 1990. Anna Dóra lauk einnig MA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2007, en lokaverkefni hennar fjallaði um húsfrú Þórunni Jónsdóttur á Grund (1509-1593).

 

Anna Dóra var bóndi um tveggja áratuga skeið á Skagafirði og hefur unnið ýmis störf utan ritstarfa. Frá árinu 1976 hefur hún þó fyrst og fremst lagt stund á kennslu og kennsluráðgjöf, og hefur nú starfað sem framhaldsskólakennari og ráðgjafi á fræðsluskrifstofu frá árinu 1990.

 

Árið 1998 sendi Anna frá sér sögulegu skáldsöguna Voðaskot: saga af ólukkutilfelli. Þar segir frá óupplýstu sakamáli sem átti sér stað á Dalvík á nítjándu öld, en þar kemur forfaðir Önnu, Hans Baldvinsson, við sögu. Síðan hefur hún gefið út eina barnabók, smásagnasafnið Konan sem fór ekki á fætur og þrjár skáldsögur.

 

Anna Dóra er gift tveggja barna móðir og er búsett í Reykjavík.

Anna Dóra Antonsdóttir

  • 2019 Þar sem skömmin skellur. Skárastaðamál í dómabókum
  • 2013 Bardaginn á Örlygsstöðum
  • 2012 Hafgolufólk
  • 2006 Brúðkaupið í Hvalsey
  • 2003 Konan sem fór ekki á fætur
  • 2001 Huldur
  • 1998 Hefurðu farið á hestbak?
  • 1998 Voðaskotið: Saga af ólukkutilfelli
  • 1985 Dagur í lífi Busa
  • 1985 Litli grái maðurinn
  • 1985 Lína
  • 1985 Sámur, Hámur og Glámur
  • 1985 Þjófarnir og svínslærið
  • 1985 Þrír Tommar og api sá fjórði