Anna Þórdís Eldon

Anna Þórdís Eggertsdóttir Eldon fæddist 1858 á Kleifum í Gilsfirði í Dalasýslu.  Hún flutti ásamt eiginmanni sínum, Jóni Magnússyni Eldon, vestur um haf árið 1888 og bjuggu þau í Winnipeg. Jón var prentari við vestur-íslenska blaðið Heimskringlu og ritstýrði því um skeið. Jón var lengi heilsuveill og dó árið 1911. Árið 1930 ferðaðist Anna Þórdís til Íslands á Alþingishátíðina og gaf þá út bókina Hagyrðing sem geymir kvæði þeirra hjóna ásamt tveimur smásögum sem Anna Þórdís þýddi úr frönsku. Af Hagyrðingi má ráða að Anna Þórdís hafði byrjað snemma að yrkja því þar er að finna kvæði eftir hana frá því hún var átta ára gömul og annað frá því að hún var 15 ára. Anna Þórdis og Jón eignuðust fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Anna Þórdís dó árið 1936.

 

Heimildir eru einkum sóttar í Heimskringlu, sjá m.a. hér.

Anna Þórdís Eldon

    • 1930 Hagyrðingur: Eldon og Gerður

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband