Aðalheiður Kristinsdóttir

Aðalheiður Jóhanna Kristinsdóttir fæddist 18. maí árið 1916, í Gafli í Víðidal, í Húnavatnssýslu. Hún giftist Sigurbergi Frímannssyni og bjuggu þau lengi vel að Fíflholtum á Mýrum en fluttu þaðan árið 1947 að Skíðsholtum í Hraunhreppi þar sem þau ólu upp börn sín, Sigurð, Ásgeir og Hólmfríði Stellu. Aðalheiður og Sigurbergur slitu samvistir eftir um 30 ára hjónaband og flutti Aðalheiður til dóttur sinnar í Svíþjóðar.

 

Aðalheiður orti talsvert af ljóðum og samdi einnig sönglög sem hún varðveitti með því að syngja þau inn á band.

 

Aðalheiður lést 11. nóvember árið 2014 í Malmö í Svíþjóð.

 

Heimild:

  • Bjarni Valtýr Guðjónsson. (18. maí 2006). Skíðsholtahjónin. Mbl.is https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1082896/

 

Aðalheiður Kristinsdóttir

    • 2007 Hnúkaþeyr
    • 1985 Sporaslóð

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband