Þuríður Bjarnadóttir

Þuríður Bjarnadóttir er fædd 31. janúar 1899 á Hellnaseli í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún ólst upp í fátækt og fór snemma að vinna fyrir sér. Árið 1931 giftist hún Arnóri Sigmundssyni, bónda í Árbót, og þar bjuggu þau góðu búi í rúm fjörutíu ár. Þau eignuðust fjögur börn, en misstu dóttur þriggja ára gamla. Flest ljóða Þuríðar eru frá æskuárum hennar og hún virðist hafa ort lítið eftir þrítugsaldur. Ljóðin skrifaði hún í vasabók sem fannst að henni látinni og sonur hennar gaf út árið 1985 undir nafninu Brotasilfur. Þuríður lést 27. október árið 1973.

 

Textinn er tekinn orðréttur frá Helgu Kress:

Helga Kress. 2001. „Þuríður Bjarnadóttir 1899-1973“, bls. 256. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur.  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.

 

Myndin er sótt í menningarsögulega gagnasafnið Sarpinn

 

 

 

Þuríður Bjarnadóttir

    • 1985  Brotasilfur

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband