Þórhildur Sveinsdóttir

Ekki get ég gert að því,

gremju til þó finni,

því stærsti hlekkur ert þú í

ólánskeðju minni.

 

Þórhildur Sveinsdóttir sem orti þessa myndrænu vísu, Kveðið við mann, fæddist 16. mars 1909 á Hóli í Svartárdal. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Jónsson og Vilborg Ólafsdóttir. Forfeður hennar voru margir orðlagðir ljóðasmiðir. Þórhildur sendi frá sér tvær ljóðabækur, Í gær og í dag (1968) og Sól rann í hlíð (1982) og er sú bók aukin og endurbætt frá þeirri fyrri. 

 

Æsku- og uppvaxtarárin liðu við venjuleg sveitastörf; „baðstofan var skólastofan, þar var lesið, kveðnar rímur, sagðar sögur, sungið og brugðið á leik og þar naut hagmælskan sín vel.“ Síðan flutti Þórhildur til Reykjavíku .

 

Þórhildur bjó með Aðalsteini Sveinbjörnssyni verkamanni þar til hann lést 1988, hún var áður gift Víglundi Gíslasyni daglaunamanni (d. 1977) en þau slitu samvistir. Með honum átti hún þrjú börn. Einnig eignaðist hún dreng, Davíð Georg, sem ungur dó af slysförum.

 

Stórt og viðkvæmt geð

„Þórhildur var ein af þeim konum sem setti svip sinn á samtíðina. Það var alls staðar tekið eftir henni hvar sem hún kom eða hvert sem hún fór, hún gat aldrei horfið í skugga fjöldans. Hún hafði mjög góða rithönd, var ágætlega máli farin og góður upplesari og kom það sér vel þegar hún var að kynna öðrum það sem hún sjálf hafði samið í bundnu eða óbundnu máli. Hún gerði töluvert af því að skrifa sögur og frásagnir og fórst það vel úr hendi og er töluvert eftir hana á prenti í þeim efnum“ segir í minningargrein um hana í Morgunblaðinu. 

 

Þar segir