Þórey Friðbjörnsdóttir

Þórey Friðbjörnsdóttir fæddist 17. janúar 1960 á Sævarlandi á Skagaströnd en ólst upp í Reykjavík. Að loknu landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1976 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1980 lagði hún stund á nám í lögfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan fyrrihlutaprófi árið 1984. Hún lauk ennfremur B.A. prófi í ensku og enskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1986 og prófi í uppeldis-og kennslufræðum 1991.

Þórey hefur starfað á Hagstofu Íslands, hjá Ríkisútvarpinu og kennt við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Hún hefur kennt tungumál og bókmenntir við unglingadeild Hlíðaskóla frá 1994 og jafnframt því starfað sem rithöfundur og þýðandi.

Fyrsta bók Þóreyjar, unglingabókin Aldrei aftur, kom út 1993. Þriðja barna- og unglingabók hennar, Eplasneplar, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1995. Þórey hefur einnig sent frá sér skáldsöguna Spegilsónatan. Hún hefur þýtt ógrynni bóka úr ensku.
 

Þórey er búsett í Reykjavík.

Þórey Friðbjörnsdóttir

  • 2000    Spegilsónata
    1995    Eplasneplar
    1994    Þegar sálin sér
    1993    Aldrei aftur