Ólöf Vala Ingvarsdóttir

Ólöf Vala Ingvarsdóttir, fædd 20. febrúar 1971, er sex barna móðir búsett í Reykjavík sem hefur gefið út fjórar bækur síðan árið 2013 en það árið hóf hún störf við leikskólann Skerjagarð og hefur starfað þar farsællega síðan.

 

Ólöf Vala ólst upp í Birkilundi í Reykholti í Biskupstungum, yngst sjö systkina. Allt heimilishald í Birkilundi var í senn frjálslegt og óvenjulegt. Æskan mótaði Ólöfu mjög og hafa mörg atvik í uppvextinum veitt henni innblástur í samningu þeirra fjögurra barna- og unglingabóka sem hún hefur gefið út í samstarfi við bókaútgáfuna Sæmund.

 

Ólöf Vala Ingvarsdóttir

  • 2020 Appelsínuguli drekinn
  • 2019 Róta rótlausa
  • 2014 Hatturinn Frá Katalóníu
  • 2013 Bleikir fiskar

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband