Ágústína Jónsdóttir

Ágústína Jónsdóttir fæddist 4. maí 1949 í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem snyrtifræðingur 1968 og leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1976. Árið 1991 lauk hún B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Ágústína kenndi við Hjallaskóla í Kópavogi.

 

Fyrsta ljóðabók hennar, Að baki mánans, kom út 1994 og síðan hefur hún sent frá sér fjórar ljóðabækur. Hún á ennfremur valin ljóð, ásamt tveimur öðrum íslenskum skáldkonum, í bókinni Ljósar hendur sem út kom 1996. Ágústína hefur einnig fengist við myndlist og tekið þátt í útlitshönnun bóka sinna og á meðal annars heiðurinn af útliti bókarinnar Lífakur sem tilnefnd var til bókmenntaverðlauna DV 1997.

 

Ágústína er búsett í Reykjavík.

 

Heimasíða höfundar www.agustina.is

Ágústína Jónsdóttir

  • 2014 Sólstöðuland
  • 2000 Vorflauta
  • 1997 Lífakur
  • 1996 Ljósar hendur: þrjár íslenskar skáldkonur svífa sólgeislavængjum
  • 1995 Snjóbirta
  • 1995 Sónata
  • 1994 Að baki mánans
  • Ferðastyrkur úr Launasjóði rithöfunda 1996
  • Starfslaun listamanna úr Launasjóði rithöfunda 1997
  • Starfslaun listamanna úr Launasjóði rithöfunda 1998
  • Tilnefnd til menningarverðlauna DV í bókmenntun 1998
  • Styrkur úr Bókasafnssjóði höfunda 1999
  • Starfslaun listamanna úr Launasjóði rithöfunda 2004,
  • Starfslaun listamanna úr Launasjóði rithöfunda 2005

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband