SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Vilborg Dagbjartsdóttir

Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. júlí árið 1930.

Vilborg fór í leiklistarnám til Lárusar Pálssonar árið 1951 og var síðan í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist frá 1952-1953.

Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og stundaði nám í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands 1982. Hún starfaði sem rithöfundur og ástsæll barnakennari í Austurbæjarskóla um árabil. Eftir hana liggur fjöldi rita fyrir börn, bæði sagnabækur og námsefni, auk ljóðabóka. Hún ritstýrði Óskastundinni, barnablaði Þjóðviljans, 1956 - 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975-1979.

Auk þess að skrifa bækur fyrir börn þýddi Vilborg fjölda erlendra barnabóka og starfaði ötullega að málefnum barna. Hún hlaut heiðursverðlaun IBBY á Íslandi fyrir störf sín í þágu barna.

Vilborg var einn frumkvöðla að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat lengi í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Hún átti sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambands Íslands. Vilborg var í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968-1970.

Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu módernísk ljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í tímaritum og safnritum.

Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála og um hana og verk hennar hafa verið haldin mál- og ritþing.

Vilborg var gift Þorgeiri Þorgeirsyni rithöfundi og áttu þau tvo syni. 

Út komu tvær bækur um ævi Vilborgar: Mynd af konu eftir Kristínu Marju Baldursdóttur (2000) og Úr þagnarhyl eftir Þorleif Hauksson (2012).

Vilborg lést í Reykjavík 16. september 2021


Ritaskrá

  • 2010  Síðdegi
  • 2006  Fugl og fiskur: Ljóð og sögur handa börnum
  • 2004  Fiskar hafa enga rödd
  • 1996  Ljósar hendur : þrjár íslenskar skáldkonur svífa sólgeislavængjum (með Ágústínu Jónsdóttur og Þóru Jónsdóttur)
  • 1994  Ótta
  • 1992  Klukkan í turninum
  • 1984  Bogga á Hjalla
  • 1983  Sögusteinn: blandað efni fyrir börn
  • 1981  Tvær sögur um tunglið
  • 1981  Ljóð
  • 1979  Langsum og þversum
  • 1971  Kyndilmessa
  • 1971  Sagan af Labba Pabbakút
  • 1968  Dvergliljur
  • 1965  Sögur af Alla Nalla
  • 1960  Laufið á trjánum
  • 1959  Alli Nalli & tunglið

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2012  Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar
  • 2005  Heiðursverðlaun DV
  • 2004  Heiðurslaun listamanna
  • 2000  Heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
  • 2000  Heiðursverðlaun IBBY á Íslandi fyrir störf í þágu barna
  • 1996  Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
  • 1982  Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Ljóð
  • 1976  Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur: Hugo eftir Mariu Gripe (þýðing)
  • 1971  Viðurkenning úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins

 

Tilnefningar

  • 2011  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Síðdegi
  • 2010  Til Menningarverðlauna DV fyrir Síðdegi
  • 2009  Til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna fyrir Alla Nalla og tunglið (leikgerð Péturs Eggertz)
  • 1992  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Klukkuna í turninum

 

Þýðingar

(í vinnslu)

Þýðingar eftir Vilborgu:

  • 1990  James Driscoll: Margot
  • 1990  Anders Sørensen: Ævintýrið um hina undursamlegu kartöflu
  • 1990  James Driscoll: Kalli
  • 1990  James Driscoll: Dáti
  • 1989  Astrid Lindgren: Ég vil ekki fara að hátta
  • 1989  Anna Sewell/Robin McKinley: Fagri Blakkur
  • 1987  Ulf Palmenfelt: Græna höndin og aðrar draugasögur
  • 1985  Maria Gripe: Sesselja Agnes: Undarleg saga
  • 1982  Barbro Lindgren: Dúa bangsi
  • 1982  Barbro Lindgren: Dúa bíll
  • 1982  Mauri Kunnas: Jólasveinninn: Sagan af jólasveininum og búálfum hans á Korvafjalli
  • 1980  Astrid Lindgrein: Enn lifir Emil í Kattholti
  • 1980  Helen Bannermann: Sagan af litlu hvítu Lukku
  • 1979  Astrid Lindgren: Ný skammarstrik Emils í Kattholti
  • 1979  Maria Gripe: Náttpabbi
  • 1978  Astrid Lindgren: Emil í Kattholti
  • 1977  Ulf Löfgren: Albin og undraregnhlífin
  • 1977  Ulf Löfgren: Albin og furðuhjólið
  • 1975  Ulf Löfgren: Albin er aldrei hræddur
  • 1975  Ivo de Weerd: Benni og gæsirnar hans
  • 1975  Maria Gripe: Húgó
  • 1975  Ulf Löfgren: Albin hjálpar til
  •  

Tengt efni