SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Vala Hafstað

Vala (Valgerður) Hafstað fæddist í Reykjavík 1963 og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1982, fór síðan til Frakklands í nám og eftir það til Bandaríkjanna. Hún lauk BA prófi í ensku frá University of Wisconsin-Madison 1986, MA prófi í ensku frá University of Washington 1988 og MBA prófi frá sama skóla 1991.

Eftir nærri 30 ára dvöl í Bandaríkjunum fluttist Vala aftur heim, árið 2013. Árið eftir gaf hún út ljóðabókina News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News. Tvítyngda ljóðabókin hennar, Eldgos í aðsigi/Imminent Eruption, kom síðan út hjá Sæmundi 2018. Þar að auki hefur fjöldi ljóða hennar birst á netinu, flest á ensku. Einnig hafa ljóð hennar og smásaga birst í bókmenntatímaritinu Stínu. Vala hefur unnið við blaðamennsku, pistlaskrif og þýðingar. Hún býr í Reykjavík og er fjögurra barna móðir.

Myndina tók Páll Kjartansson ljósmyndari.


Ritaskrá

  • 2018 Eldgos í aðsigi/Imminent Eruption
  • 2014 News Muse: Humorous Poems Inspired by Strange News