SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sigrún Pálsdóttir

Sigrún Pálsdóttir er fædd í Reykjavík 1967 og ólst þar upp.

Sigrún lagði stund á nám í sagnfræði við Háskóla Íslands og síðan í Bretlandi þar sem hún lauk doktorsprófi í hugmyndasögu frá University of Oxford árið 2001.

Að námi loknu stundaði Sigrún rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands en frá árinu 2007 hefur hún verið sjálfstætt starfandi.

Fyrstu bækur Sigrúnar eru fræðirit og bækur byggðar á sagnfræðilegum heimildum en frá því að Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga komút (2013) hefur hún snúið sér alfarið að skáldsagnaritun.

Sigrún Pálsdóttir hefur verið ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags, og skrifað fjölda greina sem tengjast sagnfræði.

Bækur Sigrúnar hafa verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna, Menningarverðlauna DV og Viðkenningar Hagþenkis. Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga var valin besta íslenska ævisagan 2013 af bóksölum.

2021 hlaut Sigrún Pálsdóttir Evrópsku bókmenntaverðlaunin fyrir Delluferðina.

Sigrún er gift Braga Ólafssyni. Hún á eina dóttur og býr í Reykjavík.

 


Ritaskrá

  • 2023  MEN. Vorkvöld í Reykjavík
  • 2021  Dyngja
  • 2019  Delluferðin
  • 2016  Kompa
  • 2013  Sigrún og Friðgeir: ferðasaga
  • 2010  Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar
  • 2005  Landsvirkjun 1965-2005: Fyrirtækið og umhverfi þess
  • 2000  Icelandic culture in Victorian thought. British interpretations (ca. 1850-1900) of the history, politics and society of Iceland. (Útgefin doktorsritgerð)

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2021  Evrópsku bókmenntaverðlaunin fyrir Delluferðina
  • 2013  Verðlaun íslenskra bóksala í flokki ævisagna fyrir Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga

 

Tilnefningar

  • 2016  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Kompu
  • 2013  Til Menningarverðlauna DV fyrir Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga
  • 2013  Til Menningarverðlauna DV  fyrir Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga
  • 2013  Til Viðkenningar Hagþenkis fyrir Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga
  • 2010  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Þóru biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar
  • 2010  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Þóru biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar

 

Þýðingar

  • 2019  History: a mess (Lytton Smith þýddi á ensku)

 

Heimasíða

https://sigrun.funksjon.net/

Tengt efni